

Lögreglan í London staðfesti í dag að 19 ára karlmaður hefði verið handtekinn vegna meintra móðgana í garð Mason Mount, leikmanns Manchester United, í leiknum gegn Tottenham um síðustu helgi.
Mount, sem kom til United frá Chelsea síðasta sumar, mætti fjandsamlegri móttöku stuðningsmanna Tottenham þegar hann kom inn á sem varamaður á 72. mínútu í stað Matheus Cunha.
Samkvæmt yfirlýsingu lögreglunnar var einn áhorfandi þó farinn langt yfir mörkin og þurfti að fjarlægja hann af vellinum.
Í yfirlýsingu sem Daily Mail fékk senda segir. „Laugardaginn 8. nóvember var áhorfandi fjarlægður af leik á Tottenham Hotspur leikvanginum. Starfsmaður heyrði manninn láta falla særandi og móðgandi ummæli og tilkynnti það til lögreglu.“
„Maðurinn, 19 ára gamall, var handtekinn grunaður um að hafa viljandi valdið áreitni, ótta eða vanlíðan. Hann var síðar látinn laus gegn tryggingu á meðan rannsókn heldur áfram.“
Málið er enn til rannsóknar, en Mount hefur ekki viljað tjá sig um atvikið.