fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
433Sport

Stuðningsmaður Tottenham handtekinn eftir dónaskap í garð Mason Mount

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 13. nóvember 2025 16:00

Mason Mount

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í London staðfesti í dag að 19 ára karlmaður hefði verið handtekinn vegna meintra móðgana í garð Mason Mount, leikmanns Manchester United, í leiknum gegn Tottenham um síðustu helgi.

Mount, sem kom til United frá Chelsea síðasta sumar, mætti fjandsamlegri móttöku stuðningsmanna Tottenham þegar hann kom inn á sem varamaður á 72. mínútu í stað Matheus Cunha.

Samkvæmt yfirlýsingu lögreglunnar var einn áhorfandi þó farinn langt yfir mörkin og þurfti að fjarlægja hann af vellinum.

Í yfirlýsingu sem Daily Mail fékk senda segir. „Laugardaginn 8. nóvember var áhorfandi fjarlægður af leik á Tottenham Hotspur leikvanginum. Starfsmaður heyrði manninn láta falla særandi og móðgandi ummæli og tilkynnti það til lögreglu.“

„Maðurinn, 19 ára gamall, var handtekinn grunaður um að hafa viljandi valdið áreitni, ótta eða vanlíðan. Hann var síðar látinn laus gegn tryggingu á meðan rannsókn heldur áfram.“

Málið er enn til rannsóknar, en Mount hefur ekki viljað tjá sig um atvikið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fimm stórstjörnur afar ósáttar – Nýjar aðferðir farið öfugt ofan í þá

Fimm stórstjörnur afar ósáttar – Nýjar aðferðir farið öfugt ofan í þá
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Toney spenntur fyrir heimkomu – HM spilar inn í

Toney spenntur fyrir heimkomu – HM spilar inn í
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Doku var nálægt því að ganga í raðir Liverpool – Samtal við goðsögn félagsins spilaði inn í að hann gerði það ekki

Doku var nálægt því að ganga í raðir Liverpool – Samtal við goðsögn félagsins spilaði inn í að hann gerði það ekki
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum
Ingi ráðinn til KSÍ
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Staðfestir að hann muni ekki tala við Trump ef hann treður sér aftur í sviðsljósið í sumar

Staðfestir að hann muni ekki tala við Trump ef hann treður sér aftur í sviðsljósið í sumar
433Sport
Í gær

Settu sig í samband við KR en fengu þennan verðmiða í andlitið

Settu sig í samband við KR en fengu þennan verðmiða í andlitið
433Sport
Í gær

Fyrrum njósnari United hjólar í félagið fyrir þessi mistök – Seldu leikmann á smáaur sem spilar með einu besta liði í heimi í dag

Fyrrum njósnari United hjólar í félagið fyrir þessi mistök – Seldu leikmann á smáaur sem spilar með einu besta liði í heimi í dag
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs í Bakú – „Við kærum kannski ef úrslitin verða okkur ekki hagstæð“

Arnar Gunnlaugs í Bakú – „Við kærum kannski ef úrslitin verða okkur ekki hagstæð“