fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Helstu lykilmenn Real Madrid teknir af lífi í spænskum miðlum – Telja liðið eiga langt í land

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 6. nóvember 2025 07:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spænskir fjölmiðlar gagnrýndu Real Madrid harðlega eftir 1-0 tap liðsins gegn Liverpool á Anfield í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöld.

Þrátt fyrir frábæran leik Thibaut Courtois í markinu þar sem hann varði fjölda dauðafæra þurftu Madrídarmenn að sætta sig við sitt fyrsta tap í riðlakeppninni. Alexis Mac Allister skoraði eina mark leiksins eftir aukaspyrnu frá Dominik Szoboszlai.

Dagblaðið AS fullyrti að leikurinn sýndi að Real Madrid væri „ekki tilbúið“ til að berjast um Meistaradeildartitilinn í ár, og líkti frammistöðunni við erfiðleika liðsins gegn Arsenal á síðasta tímabili og á Heimsmeistaramóti félagsliða. Þar kom fram að þó spilamennskan hafi breyst, skorti enn „ákefð og viðhorf með og án bolta.“

Marca fór enn harðar í sakirnar og skrifaði að bilið milli liðanna væri nú „stærra en áður“. Liðið eigi heimsklassa markvörð og framherja í Courtois og Mbappé, en „milli þeirra vanti persónuleika, ákafa og gæði“ í stórleikjum.

Vinícius Júnior fékk einnig gagnrýni eftir að hafa átt í basli allan leikinn gegn Conor Bradley, sem stjórnaði honum vel á kantinum. Mundo Deportivo sagði Brasilíumanninn „ráðþrota“ og AS kallaði frammistöðu Jude Bellingham „misjafna“, þó hann hafi verið „eini leikmaðurinn sem las leikinn á Anfield rétt.“

Eitt var þó óumdeilt Courtois var „bjargvættur“ Real Madrid.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Skattahækkanir í Bretlandi ástæða þess að ríka fólkið er að flýja – „Þegar maður sér kerfi sem eru að hrynja, þá spyr maður sig“

Skattahækkanir í Bretlandi ástæða þess að ríka fólkið er að flýja – „Þegar maður sér kerfi sem eru að hrynja, þá spyr maður sig“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arnar fer ítarlega yfir valið og stórt verkefni fyrir höndum – „Einhverra hluta vegna fór hann framhjá fólki, þetta var bara sjálfsagt mál“

Arnar fer ítarlega yfir valið og stórt verkefni fyrir höndum – „Einhverra hluta vegna fór hann framhjá fólki, þetta var bara sjálfsagt mál“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal
433Sport
Í gær

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér