fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
433Sport

Óttast um Yamal – Gæti orðið þrátlátt

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 31. október 2025 19:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt spænskum fjölmiðlum glímir Lamine Yamal, stjarna Barcelona, við nárameiðsli sem gætu reynst þrálát.

Yamal, sem er aðeins 18 ára, þjáðist greinilega af verkjum tapinu gegn Real Madrid um síðustu helgi. Hann hefur þegar misst af fimm leikjum á leiktíðinni vegna meiðslanna.

Samkvæmt Sport er Yamal með tegund af meiðslum sem valda því að vöðvarnir á nárasvæðinu mætast og valda miklum óþægindum. Forráðamenn Barcelona óttast að meiðslin gætu orðið langvinn.

Svipuð meiðsli hrjáðu Lionel Messi á yngri árum hjá Barcelona, en honum tókst að stjórna þeim án þess að það kæmi niður á frammistöðu hans.

Þrátt fyrir vandann hefur Yamal byrjað tímabilið frábærlega með tveimur mörkum og fimm stoðsendingum í La Liga, auk þess sem hann skoraði í 6-1 sigri á Olympiacos í Meistaradeildinni.

Yamal, sem vann EM 2024 með Spáni, endaði í öðru sæti í Ballon d’Or á eftir Ousmane Dembele.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Óskar Smári ráðinn þjálfari Stjörnunnar

Óskar Smári ráðinn þjálfari Stjörnunnar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Vestri hefur áhuga á að ráða Túfa

Vestri hefur áhuga á að ráða Túfa
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ekki öruggt að Hermann Hreiðarsson taki við Val – Eiður Smári nefndur til sögunnar

Ekki öruggt að Hermann Hreiðarsson taki við Val – Eiður Smári nefndur til sögunnar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Búist við að Rodgers geti fengið starf á Englandi innan tíðar

Búist við að Rodgers geti fengið starf á Englandi innan tíðar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Amorim svarar pillu frá Sean Dyche – „Þá er enginn að fara að hlusta á þig“

Amorim svarar pillu frá Sean Dyche – „Þá er enginn að fara að hlusta á þig“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Kona ákærð eftir ölvunarakstur – Fórnarlamb hennar missti löppina og var haldið sofandi

Kona ákærð eftir ölvunarakstur – Fórnarlamb hennar missti löppina og var haldið sofandi