
Samkvæmt spænskum fjölmiðlum glímir Lamine Yamal, stjarna Barcelona, við nárameiðsli sem gætu reynst þrálát.
Yamal, sem er aðeins 18 ára, þjáðist greinilega af verkjum tapinu gegn Real Madrid um síðustu helgi. Hann hefur þegar misst af fimm leikjum á leiktíðinni vegna meiðslanna.
Samkvæmt Sport er Yamal með tegund af meiðslum sem valda því að vöðvarnir á nárasvæðinu mætast og valda miklum óþægindum. Forráðamenn Barcelona óttast að meiðslin gætu orðið langvinn.
Svipuð meiðsli hrjáðu Lionel Messi á yngri árum hjá Barcelona, en honum tókst að stjórna þeim án þess að það kæmi niður á frammistöðu hans.
Þrátt fyrir vandann hefur Yamal byrjað tímabilið frábærlega með tveimur mörkum og fimm stoðsendingum í La Liga, auk þess sem hann skoraði í 6-1 sigri á Olympiacos í Meistaradeildinni.
Yamal, sem vann EM 2024 með Spáni, endaði í öðru sæti í Ballon d’Or á eftir Ousmane Dembele.