

Hrafnkell Freyr Ágústsson sérfræðingur Dr. Football segir að Gísli Eyjólfsson verði leikmaður ÍA síðar í dag.
Gísli er að koma heima úr atvinnumennsku eftir tvö ár með Halmstad í Svíþjóð.
Þessi öflugi miðjumaður ólst upp í Breiðablik og hefur stærstan hluta ferilsins hér á landi leikið í heimabænum.
Hann er nú á leið á Akranes en hann hefur í mörg ár verið orðaður ÍA.
Ljóst er að þetta er mikill hvalreki fyrir ÍA en Gílsi var einn besti miðjumaður deildarinnar áður en hann fór í atvinnumennsku.
Það verður mikið drukkið á Akranesi um helgina. Gísli Eyjólfsson verður leikmaður ÍA síðar í dag. pic.twitter.com/m4bzNAJ72Q
— Hrafnkell Freyr Àgústsson (@hrafnkellfreyr) October 31, 2025