
Enska úrvalsdeildin hefur gefið út yfirlýsingu í kjölfar reiði yfir að aðeins einn leikur verði annan dag jóla í ár, á degi þar sem almennt er mikið spilað í deildinni.
Framkvæmdastjórn deildarinnar segir að ákvörðunin sé tekin vegna stækkunnar Evrópukeppna félagsliða, sem hafi þrengt verulega að leikjadagatali deildarinnar.
„Aðrir leikir í kringum leikjadagskránna hafa leitt til þess ða aðeins einn leikur er spilaður á annan í jólum. Þessi breyting hefur áhrif á mikilvæga hefð í ensku knattspyrnunni. Við getum þó fullvissað stuðningsmenn um að á næsta tímabili, þegar dagsetningin lendir á laugardegi, verði fleiri leikir á dagskrá,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni.
Deildin segir jafnframt að sérstakar ráðstafanir hafi verið gerðar til að tryggja lengri hvíldartíma milli leikja yfir hátíðarnar. Engin lið muni spila oftar en einu sinni á 60 klukkustunum.