Viktor Bjarki Daðason skoraði fyrir FC Kaupmannahöfn gegn Dortmund í sínum fyrsta leik í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi. Varð hann um leið þriðji yngsti markaskorarinn í sögu keppninnar.
Viktor kom inn á þegar um stundarfjórðungur var eftir og í blálokin minnkaði hann muninn í 2-4. Stórkostlegur áfangi fyrir strákinn unga.
Meira
Sjáðu mark Íslendingsins unga í Meistaradeildinni í kvöld
Viktor er aðeins 17 ára gamall og kom til FCK frá Fram í fyrra. Hefur hann heillað í akademíunni og verið í hóp með aðalliðinu undanfarið. Lék hann sinn fyrsta leik í dönsku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.
Sem fyrr segir eru aðeins tveir sem voru yngri er þeir skoruðu í Meistaradeildinni, Ansu Fati og Lamine Yamal, leikmenn Barcelona.
Fati, sem spilar með Monaco í dag á láni frá Börsungum, var yngstur í sögunni eða 17 ára, 1 mánaða og níu daga. Yamal var rétt tæpum mánuði eldri og Viktor var svo 17 ára, 3 mánaða og 21 daga gamall er hann skoraði í gær.
Tredje yngste målscorer i @ChampionsLeague 💫 Viktor Dadason#fcklive #UCL pic.twitter.com/vXkAwWc7X0
— F.C. København (@FCKobenhavn) October 21, 2025