fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
433Sport

Viktor Bjarki einlægur eftir magnað augnablik – „Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 21. október 2025 22:21

Viktor Bjarki. Skjáskot: FCK TV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viktor Bjarki Daðason skoraði fyrir FC Kaupmannahöfn gegn Dortmund í sínum fyrsta leik í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Viktor, sem er 17 ára gamall, kom inn á þegar um stundarfjórðungur var eftir og í blálokin minnkaði hann muninn í 2-4. Stórkostlegur áfangi fyrir strákinn unga.

„Tilfinningin var ótrúleg, fyrsti leikurinn minn á heimavelli og að skora fyrir framan þessa frábæru stuðningsmenn var æðislegt. Ég er vonsvikinn með úrslitin en við höldum áfram,“ sagði Viktor við heimasíðu FCK eftir leik.

„Þetta er ótrúlegur leikvangur, ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt. Það er mikill hávaði og stuðningsmennirnir eru magnaðir. Það er heiður að spila hér.“

Viktor var spurður að því hvað Jacob Neestrup þjálfari sagði við hann áður en hann kom inn á. „Hann sagði mér að hafa áhrif, pressa og leggja hart að mér, koma mér inn í teiginn og vera nía.“

Viktor og kom til FCK frá Fram í fyrra. Hefur hann heillað í akademíunni og verið í hóp með aðalliðinu undanfarið. Lék hann sinn fyrsta leik í dönsku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ferill Ronaldo hefði getað farið á allt annan veg – „Ég var gjörsamlega miður mín“

Ferill Ronaldo hefði getað farið á allt annan veg – „Ég var gjörsamlega miður mín“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Allt undir hjá Blikum á morgun – Þetta hafa veðbankar að segja

Allt undir hjá Blikum á morgun – Þetta hafa veðbankar að segja
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Carragher varpar annarri sprengju í stríðinu við Salah – Sjáðu hvað hann birti í dag

Carragher varpar annarri sprengju í stríðinu við Salah – Sjáðu hvað hann birti í dag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Pétur urðar yfir nýja stjórn á Hlíðarenda – „Ekkert faglegt við neitt sem gert hefur verið undanfarið ár“

Pétur urðar yfir nýja stjórn á Hlíðarenda – „Ekkert faglegt við neitt sem gert hefur verið undanfarið ár“
433Sport
Í gær

Xabi Alonso opnar dyrnar fyrir því að taka við liði á Englandi

Xabi Alonso opnar dyrnar fyrir því að taka við liði á Englandi
433Sport
Í gær

Ætla að reyna að gera allt til að Semenyo fari ekki í janúar – Gæti fengið að fara fyrir miklu lægri upphæð næsta sumar

Ætla að reyna að gera allt til að Semenyo fari ekki í janúar – Gæti fengið að fara fyrir miklu lægri upphæð næsta sumar