fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
433Sport

Fleiri breytingar í bígerð í Kópavogi – Endurskoða hvernig starf Alfreðs á að vera

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 21. október 2025 09:28

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo gæti farið að breytingar verði á því starfi sem Alfreð Finnbogason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðablik hefur sinnt. Félagið hefur þó ekki tekið endanlega ákvörðun.

„Við erum alltaf að endurskoða fyrirkomulagið, það hefur ekkert verið ákveðið,“ sagði Flosi Eiríksson formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks í stuttu samtali við 433.is í morgun um það hvort Alfreð væri að láta af störfum en sú saga hefur flogið hátt undanfarin sólarhring.

Mikið hefur gengið á hjá Breiðablik undanfarna daga en Halldór Árnason var í gær rekinn úr starfi þjálfara og Ólafur Ingi Skúlason tók við starfi hans.

Alfreð hefur starfað sem yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu síðustu ár, fyrst þegar hann var enn að spila sem atvinnumaður og svo eftir að ferlinum lauk.

Alfreð er búsettur á Spáni en hefur eytt talsverðum tíma á Íslandi til að sinna starfinu af kostgæfni. Alfreð átti frábæran feril sem leikmaður, bæði með félagsliðum og landsliði.

Nú eru líkur á því að starf hans breytist en samkvæmt heimildum 433.is er samtal í gangi innan félagsins hvernig þær breytingar verða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Munu ekki reyna við Greenwood vegna fortíðar hans

Munu ekki reyna við Greenwood vegna fortíðar hans
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stefán telur þetta of algengt í umræðunni hér á landi – „Verið að reka þetta allt í fjölmiðlum, það fer rosalega í taugarnar á mér“

Stefán telur þetta of algengt í umræðunni hér á landi – „Verið að reka þetta allt í fjölmiðlum, það fer rosalega í taugarnar á mér“
433Sport
Í gær

Hefur jafnað sig af meiðslum en er nú matareitrun

Hefur jafnað sig af meiðslum en er nú matareitrun
433Sport
Í gær

Lofsyngur viðhorf Rashford – Ekki tekið ákvörðun hvort þeir kaupi hann

Lofsyngur viðhorf Rashford – Ekki tekið ákvörðun hvort þeir kaupi hann
433Sport
Fyrir 2 dögum

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram