fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

17 ára gamall Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni – Stórliðin flest með sigra

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 21. október 2025 20:58

Mynd: FCK

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjö leikjum var að ljúka í Meistaradeild Evrópu og var nóg um mörk í kvöld.

Það sem bar hæst fyrir okkur Íslendinga er að Viktor Bjarki Daðason kom inn á fyrir FC Kaupmannahöfn og skoraði annað mark danska liðsins í 2-4 tapi gegn Dortmund á Parken. Framarinn 17 ára gamli lék sinn fyrsta leik í dönsku deildinni á dögunum og þetta er afar stór áfangi fyrir hann.

Getty Images

Arsenal vann 4-0 stórsigur á Atletico Madrid. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoruðu Gabriel og Gabriel Martinelli áður en Viktor Gyokeres setti tvö. Skytturnar eru með fullt hús eftir þrjá leiki.

Evrópumeistarar PSG unnu 2-7 sigur á Bayer Leverkusen, þar sem bæði lið fengu rautt spjald í fyrri hálfleik. Manchester City vann 0-2 sigur á Villarreal með mörkum Erling Braut Haaland og Bernardo Silva. Newcastle vann þá 3-0 sigur á Benfica, þar sem Harvey Barnes skoraði tvö en Anthony Gordon eitt.

Úrslit kvöldsins
Arsenal 4-0 Atletico Madrid
Bayer Leverkusen 2-7 PSG
FCK 2-4 Dortmund
Newcastle 3-0 Benfica
PSV 6-2 Napoli
Royal Union SG 0-4 Inter
Villarreal 0-2 Manchester City

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona