Sjö leikjum var að ljúka í Meistaradeild Evrópu og var nóg um mörk í kvöld.
Það sem bar hæst fyrir okkur Íslendinga er að Viktor Bjarki Daðason kom inn á fyrir FC Kaupmannahöfn og skoraði annað mark danska liðsins í 2-4 tapi gegn Dortmund á Parken. Framarinn 17 ára gamli lék sinn fyrsta leik í dönsku deildinni á dögunum og þetta er afar stór áfangi fyrir hann.
Arsenal vann 4-0 stórsigur á Atletico Madrid. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoruðu Gabriel og Gabriel Martinelli áður en Viktor Gyokeres setti tvö. Skytturnar eru með fullt hús eftir þrjá leiki.
Evrópumeistarar PSG unnu 2-7 sigur á Bayer Leverkusen, þar sem bæði lið fengu rautt spjald í fyrri hálfleik. Manchester City vann 0-2 sigur á Villarreal með mörkum Erling Braut Haaland og Bernardo Silva. Newcastle vann þá 3-0 sigur á Benfica, þar sem Harvey Barnes skoraði tvö en Anthony Gordon eitt.
Úrslit kvöldsins
Arsenal 4-0 Atletico Madrid
Bayer Leverkusen 2-7 PSG
FCK 2-4 Dortmund
Newcastle 3-0 Benfica
PSV 6-2 Napoli
Royal Union SG 0-4 Inter
Villarreal 0-2 Manchester City