Manchester United vonast enn til að Lisandro Martinez komist aftur á völlinn áður en árið er liðið, þrátt fyrir að hafa ekki æft með liðinu í átta mánuði eftir að hann sleit krossband.
Martinez, 27 ára miðvörður, byrjaði að æfa úti í lok undirbúningstúrs United í júlí, en hefur enn aðeins verið í einstaklingsæfingum sem hluti af endurhæfingu sinni.
Líklegt er að félagið bíði með að taka hann inn í hópinn aftur þar til eftir landsleikjahléið í nóvember.
Martinez var í sumar valinn í nýjan leiðtogahóp liðsins og hefur sýnt mikinn stuðning með því að ferðast með liðinu þar á meðal á útileiki. Hann hefur einnig verið viðstaddur æfingar og fundi á Carrington.
Martinez, sem kom frá Ajax árið 2022, hefur glímt við erfið meiðsli. Hann brotnaði í fæti í apríl 2023 og fór í aðgerð fimm mánuðum síðar. Síðar meiddist hann á kálfa og síðan sleit hann krossband gegn Crystal Palace í febrúar.
Luke Shaw hefur byrjað alla leiki í þriggja manna vörn Ruben Amorim þar sem Lisandro gæti komið inn.