Bandaríska fullorðinsstjarnan Teanna Trump vakti athygli á samfélagsmiðlum á fimmtudagskvöld þegar hún deildi mynd af sér með verðlaun sem Nicolas Pepe, kærasti hennar, hafði fengið fyrir að vera maður leiksins í Meistaradeildinni.
Pepe, sem nú leikur með Villarreal á Spáni eftir dvöl hjá Arsenal, var valinn besti leikmaður vallarins í 2-2 jafntefli gegn Juventus á miðvikudagskvöld.
Teanna, sem er 30 ára, hefur áður birt svipaðar myndir þegar Pepe hefur unnið verðlaun í La Liga.
Teanna og Pepe hafa verið orðuð við hvort annað frá því í fyrra og systir Pepe, Corinne, staðfesti það svo með mynd af þeim. Teanna hefur síðan sést á VIP-svæði á leikjum Villarreal og hefur jafnframt verið mynduð í treyju félagsins.
Teanna er þekkt í fullorðinsafþreyingariðnaðinum og hefur einnig komið fram í Netflix heimildarþáttunum Hot Girls Wanted: Turned On, sem fjalla um atvinnugreinina og áhrif hennar á samfélagið.