Nýr þáttur af Íþróttavikunni er kominn út á allar helstu hlaðvarpsveitur og má einnig hlusta á hann hér í spilaranum.
Tómas Steindórsson, dagskrárstjóri X-977 með meiru, er gestur Helga Fannars Sigurðssonar í þættinum þessa vikuna.
Þá er Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlalandsliðsins, á línunni síðasta hluta þáttarins. Valdi hann hóp fyrir komandi leiki gegn Úkraínu og Frakklandi í undankeppni HM í gær.