Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður í handbolta, er gestur í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is. Helgi Fannar og Hrafnkell Freyr hafa umsjón með þættinum að vanda.
Þátturinn kemur alla jafnan út á föstudögum en kemur út fyrr í þetta sinn þar sem landsliðið heldur utan til Svíþjóðar í dag. Þar verða spilaðir tveir æfingaleikir áður en HM tekur við, þar sem Ísland er í riðli með Grænhöfðaeyjum, Kúbu og Slóveníu. Riðill Íslands fer fram í Slóveníu.
Í þættinum er að sjálfsögðu rætt um landsliðið og HM framundan hjá Strákunum okkar, sem ætla sér stóra hluti á mótinu.
Þá eru helstu fréttir, umræða um enska boltann og fleira allt á sínum stað í seinni hluta þáttar.
Hægt er að horfa á þáttinn í spilaranum hér ofar eða hlusta hér neðar, sem og á helstu hlaðvarpsveitum.