Julian Nagelsmann, landsliðsþjálfari Þýskalands, hefur skrifað undir nýjan samning sem gildir út EM 2028.
Nagelsmann tók við haustið 2023 og átti að stýra Þýskalandi út EM í heimalandinu í fyrra, þar sem liðið datt úr leik í 8-liða úrslitum gegn Spáni.
Hann skrifaði svo undir samning út HM í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada á næsta ári en nú hefur hann skrifað undir út EM á Bretlandseyjum 2028.
Nagelsmann, sem er aðeins 37 ára gamall, hefur einnig stýrt félagsliðunum Bayern Munchen, RB Leipzig og Hoffenheim.
2️⃣0️⃣2️⃣8️⃣ – Unser Bundestrainer Julian Nagelsmann hat seinen Vertrag vorzeitig bis 2028 verlängert! 🖤❤️💛
➡️ https://t.co/R9CGwamL5l#dfbteam | 📸 DFB/Philipp Reinhard pic.twitter.com/rLEZeLKAiC
— DFB-Team (@DFB_Team) January 24, 2025