fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
433Sport

Segir Arsenal hafa sett sig í samband við Manchester United

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 10. janúar 2025 12:02

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal hefur sett sig í samband við Manchester United vegna Marcus Rashford. Þessu heldur Missimo Marianella fram, en hann er þekktur fréttamaður á Ítalíu.

Rashford er alls ekki inni í myndinni hjá Ruben Amorim á Old Trafford og hefur til dæmis verið orðaður við Ítalíu, einkum AC Milan og Juventus.

Þá hefur Tottenham verið nefnt til sögunnar og nú Arsenal. Marianella segir Arsenal hafa sett sig í samband við United og sé til í að greiða 25 milljónir punda fyrir Rashford.

Rashford er sjálfur til í að fara frá United, þaðan sem hann er uppalinn, og ljóst er að áhugavert yrði að sjá hann í treyju annars liðs á Englandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski
433Sport
Í gær

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“
433Sport
Í gær

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd
433Sport
Í gær

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni