Miðvörðurinn Abdukodir Khusanov hjá franska liðinu Lens virðist færast nær því að ganga í raðir Manchester City.
Um er að ræða afar spennandi tvítugan leikmann sem kemur frá Úsbekistan og á að baki 18 A-landsleiki fyrir þjóð sína.
Khusanov hefur verið sterklega orðaður við City undanfarna daga og nú hefur hann sjálfur samþykkt félagaskipti þangað. Þá er talað um að City og Lens nálgist samkomulag um kaupverð, en því hefur verið fleygt fram að það sé yfir 40 milljónir punda.
Khusanov hefur verið á mála hjá Lens í um 18 mánuði, en hann hefur einnig spilað í Hvíta-Rússlandi frá því hann yfirgaf heimalandið 18 ára gamall.
🚨🔵 Manchester City are closing in on Abdukodir Khusanov deal! Pep Guardiola also gave his own green light.
As exclusively revealed 10 days ago, he’s the main target and the agreement with RC Lens is at final stages now.
Khusanov agreed personal terms as he wants the move. 🇺🇿 pic.twitter.com/NuFFbYp6Bt
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 10, 2025