Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss
Evrópumótið í Sviss hefst á morgun og leikur Ísland fyrsta leik mótsins, gegn Finnum. Hér rýnum við í hvernig við gætum séð Þorstein Halldórsson landsliðsþjálfara stilla upp sínu liði í leiknum.
Ekki er ólíklegt að uppstilling á liði Íslands verði fremur pragmatísk ef marka má fyrri leiki og að varnarlínan samanstandi af Glódísi Perlu Viggósdóttur og Ingibjörgu Sigurðardóttur í miðverði og Natöshu Anasi og Guðnýu Árnadóttur í bakvörðum.
Dagný Brynjarsdóttir verður á miðjunni í fyrstu útgáfunni hér neðar og gæti fært ógn inn á teig Finna, sem ef allt er eðilegt við ættum að hafa yfirhöndina gegn. Sveindís Jane Jónsdóttir er fremsti maður í þessari útgáfu.
Hugsanlegt lið 1
Cecilía Rán Rúnarsdóttir
Guðný Árnadóttir
Glódís Perla Viggósdóttir
Ingibörg Sigurðardóttir
Natasha Anasi
Hildur Antonsdóttir
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
Dagný Brynjarsdóttir
Hlín Eiríksdóttir
Sveindís Jane Jónsdóttir
Diljá Ýr Zomers
Þá er að sjálfsögðu alls ekki hægt að útiloka að Þorsteinn stilli upp eins og í síðasta æfingaleik fyrir EM, 1-3 sigrinum gegn Serbum ytra. Það er frábrugðið liðinu hér ofar að þrennu leyti. Guðrún Arnardóttir, Alexandra Jóhannsdóttir og Sandra María Jessen koma inn fyrir Natöshu, Dagnýu og Diljá.
Huganlegt lið 2
Cecilía Rán Rúnarsdóttir
Guðný Árnadóttir
Glódís Perla Viggósdóttir
Ingibörg Sigurðardóttir
Guðrún Arnardóttir
Hildur Antonsdóttir
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
Alexandra Jóhannsdóttir
Hlín Eiríksdóttir
Sandra María Jessen
Sveindís Jane Jónsdóttir
Í útgáfu númer þrjú kemur Sædís Rún Heiðarsdóttir inn í liðið sem vinstri bakvörður, en hún er töluvert sóknarsinnaðri en vinstri bakverðirnir í fyrri útgáfum. Mögulegt er að Þorsteinn tefli henni fram gegn lakasta andstæðingi riðilsins á pappír. Dagný kemur hér aftur inn á miðjuna fyrir Alexöndru og Sandra María aftur upp á topp.
Hugsanlegt lið 3
Cecilía Rán Rúnarsdóttir
Guðný Árnadóttir
Glódís Perla Viggósdóttir
Ingibörg Sigurðardóttir
Sædís Rún Heiðarsdóttir
Hildur Antonsdóttir
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
Dagný Brynjarsdóttir
Hlín Eiríksdóttir
Sandra María Jessen
Sveindís Jane Jónsdóttir
Allt eru þetta vangaveltur og til gamans gert. Það verður spennandi að sjá hvernig Þorsteinn stillir upp á morgun.
Meira
Aron Guðmunds fer yfir sviðið í Thun – Hlustaðu á þáttinn hér