Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss
Allir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins eru heilir og æfðu í dag, daginn fyrir fyrsta leik gegn Finnlandi á EM.
Þetta sagði Þorsteinn Halldórsson á blaðamannafundi hér í Thun í dag. Liðið leggur nú lokahönd á undirbúning fyrir stundina stóru.
Í riðli Íslands eru einnig Noregur og Sviss, sem mætast innbyrði annað kvöld eftir að leik Íslands lýkur.
Leikur Íslands og Finnlands hefst klukkan 16 á morgun að íslenskum tíma.