fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Útskýrir af hverju Liverpool keypti Nunez frekar en Isak – Það var Klopp sem réði öllu

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 30. júní 2025 11:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ian Graham fyrrum stjórnarmaður hjá Liverpool segir að Jurgen Klopp hafi fengið að velja það að kaupa Darwin Nunez frekar en Alexander Isak sumarið 2022.

Klopp hafði þá staðið sig frábærlega í starfi á Anfield og var komin með mikil völd, það var hans að velja.

Nú er Liverpool að reyna að selja Nunez eftir erfiða dvöl á Anfield og er Isak mikið orðaður við liðið.

Isak hefur raðað inn mörkum fyrir Newcastle og kostar meira en 100 milljónir punda, hann var áður hjá Real Sociedad.

„Jurgen hafði búið til árangur og með því komu völdin hans,“ segir Graham.

„Hann valdi á milli Nunez og Isak og valdi það að fá Nunez. Báðir voru ungir framherjar að gera vel í Evrópu, Erling Haaland var að fara til City og við höfðum ekki efni á því.“

„Jurgen vildi Nunez, ég get ekki skammað Jurgen fyrir það því oftar en ekki hafði hann rétt fyrir sér í svona málin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Guardiola fer í merkan klúbb með leiknum gegn Liverpool um helgina

Guardiola fer í merkan klúbb með leiknum gegn Liverpool um helgina
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fjármagnaði skilnað sinn með fasteignasvindli

Fjármagnaði skilnað sinn með fasteignasvindli
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Strákarnir frá Úkraínu alltof stór biti fyrir Blika

Strákarnir frá Úkraínu alltof stór biti fyrir Blika
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Alonso stórhuga – Þrír úr ensku úrvalsdeildinni á blaði

Alonso stórhuga – Þrír úr ensku úrvalsdeildinni á blaði
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Nálgast ráðningu á nýjum stjóra Alberts

Nálgast ráðningu á nýjum stjóra Alberts