fbpx
Sunnudagur 05.október 2025
433Sport

Er klár í að fara í verkfall til að þröngva skiptunum í gegn

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 11. júní 2025 12:00

Gyokeres Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viktor Gyokeres mun gera allt til að komast frá portúgalska stórliðinu Sporting í sumar.

Hinn 27 ára gamli Gyokeres er talinn á förum en vill hann meina að Sporting hafi sett á sig of háan verðmiða. Samkvæmt fjölmiðlum í Portúgal telur sænski framherjinn sig hafa gert heiðursmannasamkomulag við félagið síðasta haust um að hann mætti fara á 60 milljónir punda. Nú biðji Sporting hins vegar um 70 milljónir punda.

Gyokeres er virkilega ósáttur og portúgalskir miðlar segja hann staðráðinn í að leika aldrei aftur fyrir félagið og að hann sé til í að fara í verkfall til að koma félagaskiptum í gegn í sumar.

Gyokeres á þrjú ár eftir af samningi sínum við Sporting og er formleg klásúla í samningi hans upp á 85 milljónir punda. Miðað við heiðursmannasamkomulagið sem sagt er í gildi ætti hann hins vegar að fá að fara fyrir minna.

Undanfarna daga hefur Gyokeres verið sterklega orðaður við Manchester United, þar sem fyrrum stjóri hans hjá Sporting, Ruben Amorim, er við stjórnvölinn. Einnig hefur hann verið orðaður við Arsenal, sem er á höttunum eftir níu.

Gyokeres átti ótrúlegt tímabil með Sporting, skoraði 54 mörk í 52 leikjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Í gær

Ákveður að skella sér í stóru seðlana í Sádi-Arabíu

Ákveður að skella sér í stóru seðlana í Sádi-Arabíu
433Sport
Í gær

Óvænt endurkoma Ten Hag í kortunum?

Óvænt endurkoma Ten Hag í kortunum?
433Sport
Í gær

Eiður Smári telur endurkomu líklega en segir eitt og annað fráhrindandi – „Ég ætla að nefna eitt dæmi þar sem ég gat misst hausinn“

Eiður Smári telur endurkomu líklega en segir eitt og annað fráhrindandi – „Ég ætla að nefna eitt dæmi þar sem ég gat misst hausinn“
433Sport
Í gær

Knattspyrnudómari dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þremur börnum

Knattspyrnudómari dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þremur börnum
433Sport
Í gær

Segir söguna frá kvöldinu þar sem Channing Tatum breytti karlmönnum í Magic Mike – „Síðan heyrðist ekkert“

Segir söguna frá kvöldinu þar sem Channing Tatum breytti karlmönnum í Magic Mike – „Síðan heyrðist ekkert“