Manchester City er mjög nálægt því að ganga frá kaupum á Sverre Nypan miðjumanni Rosenborg. Fjöldi liða hefur reynt að fá hann.
Nypan var með tilboð frá Arsenal, Aston Villa og fleiri liðum en Nypan er að velja City.
Nypan verður dýrasti leikmaður í sögunni sem seldur er úr norska boltanum, hann fer beint á láni til Girona.
City lagði mikla áherslu á að fá Nypan og vildi lána hann til Spánar þar sem hann fær meiri spiltíma.
Nypan er 18 ára gamall og hefur lengi verið í umræðunni en hann hefur spilað fyrir öll yngri landslið Noregs.