Það virðist sem svo að Cristiano Ronaldo sé á förum frá sádiarabíska félaginu Al-Nassr.
Hinn fertugi Ronaldo setti út færslu í gær þar sem hann gaf í skyn að hann hefði spilað sinn síðasta leik með Al-Nassr, en samningur hans er að renna út.
Það hefur mikið verið rætt og ritað um að Portúgalinn muni fara til einhvers liðs sem tekur þátt í HM félagsliða í sumar, en veðbankar eru ekki á því að það sé líklegasta niðurstaðan, eins og þó nokkrir erlendir miðlar benda nú á.
Þar segir að stuðullinn sé lægstur á að Ronaldo endi hjá Sporting í Portúgal, þar sem hann hóf atvinnumannaferilinn.
Stuðllinn á það er aðeins 3. Næstlíklegasti áfangastaðurinn er annað lið í Sádi-Arabíu, Al-Hilal, sem ólíkt Al-Nassr verður á HM félagsliða. Þar á eftir kemur Galatasaray í Tyrklandi.