Deco yfirmaður knattspyrnumála hjá Barcelona talar vel um tvo kantmenn í enska boltanum sem félagið gæti skoðað.
Marcus Rashford kantmaður Manchester United og Luis Diaz leikmaður Liverpool eru orðaðir við Barcelona.
„Við erum hrifnir af Diaz og Rashford, við erum líka með aðra kantmenn sem við erum hrifnir af,“ sagði Deco.
Vitað er að Rashford hefur mikinn áhuga á því að fara til Barcelona.
„Við getum hins vegar ekki rætt um leikmenn á samning hjá öðrum félögum,“ sagði Deco.