Ruben Amorim stjóri Manchester United segir að verið sé að taka hart á því hvernig hegðun leikmanna er innan sem utan vallar.
Amorim hefur gengið hörmulega í deildinni en liðið hefur aðeins unnið sex af 25 deildarleikjum undir hans stjórn.
„Ég skammast mín fyrir þetta, það er eitthvað rangt við það hvernig við spilum fótbolta,“ segir Amorim.
„Þetta snýst ekki um taktík, þetta er spurning um hvernig við tökumst á við mótlæti. Við höfum farið í gegnum argt og ég er með það á hreinu hvað þarf að gera til að liðið verði miklu betra.“
„Þetta er ekki bara innan vallar heldur utan hans líka. Félagið sér þetta eins og ég.“
Amorim segir að breyta þurfi hugarfari. „Menn þurfa að hugsa þannig að það sé ekki í boði að tapa leik.“
„Við erum að breyta þessum hlutum en fólk sér það kannski ekki, við erum að vinna að því að bæta hegðun innan félagsins. Við vinnum hart að því.“