Hótelverð í Bilbao á Spáni hækkaði á einni nóttu um 900 prósent þegar ljóst var að Manchester United og Tottenham væru að fara að mætast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar.
Liðin mætast í Bilbao eftir viku en eftirspurnin eftir hóteli var mikil og var verðið því skrúfað upp.
Búist er við að 80 þúsund stuðningsmenn liðanna mæti í borgina til að fylgjast með leiknum.
Varað hefur verið við því að barir í borginni muni einnig skrúfa upp verðið á drykkjum, verði bjórinn ekki á eðlilegu verði.
Þetta er alþekkt stærð þegar stór viðburður fer fram í borgum í Evrópu en mikil eftirvænting er fyrir þessum leik ensku liðanna.