Það var stuð í Bestu deild karla nú í kvöld en þremur leikjum var að ljúka nú um klukkan níu.
Valur skoraði sex mörk á sínum heimavelli gegn ÍA þar sem Patrick Pedersen og Lúkas Logi Heimisson gerðu báðir tvennu.
Valur komst í 6-0 áður en Viktor Jónsson lagaði stöðuna fyrir gestina undir lok leiks.
KR var einnig í stuði og vann ÍBV 4-1 örugglega og gerði Eiður Gauti Sæbjörnsson tvö af þeim mörkum.
Stjarnan vann þá gríðarlega mikilvægan 2-0 sigur á Fram með mörkum frá Emil Atlasyni og Örvari Eggertssyni.