Þeir Darwin Nunez og Luis Diaz gætu báðir farið frá Liverpool í sumar en nokkrar breytingar eru í kortunum á Anfield.
Í enskum miðlum í dag er sagt að Al Hilal í Sádí Arabíu hafi áhuga á að kaupa þá báða.
Nunez er 25 ára gamall framherji frá Úrúgvæ en talið er nokkuð öruggt að Liverpool vilji selja hann í sumar.
Diaz hefur verið í stærra hlutverki og óvíst er hvort Liverpool myndi hlusta á tilboð í hann.
Sádarnir virðast ætla sér stóra hluta á markaðnum í sumar og eru mörg stór nöfn í fótboltanum í Evrópu orðaðir við lið þar í landi.