fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
433

Frábært gengi FH heldur áfram – Nýliðarnar skákuðu Víkingi

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 9. maí 2025 20:18

Murielle Tiernan. Mynd: Fram.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir fóru fram í Bestu deild kvenna í kvöld.

Frábær byrjun móts hjá FH heldur áfram en liðið vann Stjörnuna í kvöld. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir kom gestunum úr Garðabæ yfir í kvöld og var staðan í hálfleik 0-1.

FH sneri taflinu hins vegar við í seinni hálfleik með mörkum frá Birnu Kristínu Björnsdóttur og Maya Lauren Hansen.

FH er því með 13 stig og enn á toppi deildarinnar eins og Breiðablik og Þróttur, sem hafa jafnmörg stig.

Fram vann þá nokkuð óvæntan sigur á Víkingi á útivelli. Alda Ólafsdóttir kom gestunum yfir á 35. mínútu en Ísfold Marý Sigtryggsdóttir jafnaði leikinn skömmu fyrir hálfleik.

Markavélin Murielle Tiernan tryggði þó sigur nýliða Fram í seinni hálfleik. Lokatölur 1-2.

Fram er með 6 stig í 6. sæti en Víkingur, sem var spáð fremur góðu gengi fyrir mót, er í 8. sæti með 3 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Logi Tómasson mætir á Laugardalsvöll á morgun

Logi Tómasson mætir á Laugardalsvöll á morgun
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hjörtur Hjartarson snéri aftur á skjáinn um helgina eftir sjö ára frí

Hjörtur Hjartarson snéri aftur á skjáinn um helgina eftir sjö ára frí
433Sport
Í gær

Hinn bráðefnilegi Valdimar Arnar skrifar undir hjá Fredrikstad – Skoraði 34 mörk í sumar

Hinn bráðefnilegi Valdimar Arnar skrifar undir hjá Fredrikstad – Skoraði 34 mörk í sumar
433Sport
Í gær

Ronaldo velur staðinn fyrir giftingu sína næsta sumar – Kirkjan var byggð árið 1514

Ronaldo velur staðinn fyrir giftingu sína næsta sumar – Kirkjan var byggð árið 1514