Tveir leikir fóru fram í Bestu deild kvenna í kvöld.
Frábær byrjun móts hjá FH heldur áfram en liðið vann Stjörnuna í kvöld. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir kom gestunum úr Garðabæ yfir í kvöld og var staðan í hálfleik 0-1.
FH sneri taflinu hins vegar við í seinni hálfleik með mörkum frá Birnu Kristínu Björnsdóttur og Maya Lauren Hansen.
FH er því með 13 stig og enn á toppi deildarinnar eins og Breiðablik og Þróttur, sem hafa jafnmörg stig.
Fram vann þá nokkuð óvæntan sigur á Víkingi á útivelli. Alda Ólafsdóttir kom gestunum yfir á 35. mínútu en Ísfold Marý Sigtryggsdóttir jafnaði leikinn skömmu fyrir hálfleik.
Markavélin Murielle Tiernan tryggði þó sigur nýliða Fram í seinni hálfleik. Lokatölur 1-2.
Fram er með 6 stig í 6. sæti en Víkingur, sem var spáð fremur góðu gengi fyrir mót, er í 8. sæti með 3 stig.