Piers Morgan, þekktasti stuðningsmaður Arsenal er á leið til Parísar þar sem hann ætlar að sjá sína menn í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Derhúfa hans vekur mikla athygli.
„Make Arsenal Great Again,“ stendur á húfunni og vísar í húfu sem vinur hans Donald Trump hefur borið síðustu ár.
Það verður barist til síðasta blóðdropa í París í kvöld þegar PSG tekur á móti Arsenal í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Þeir frönsku sóttu 1-0 sigur í London í síðustu viku og hafa því góða stöðu fyrir síðari leikinn.
Arsenal hefur hins vegar sannað ágæti sitt í Meistaradeildini í vetur og sýnt að liðið getur svo sannarlega unnið frækna sigra.