Tottenham hefur fengið það í gegn hjá ensku úrvalsdeildinni að færa leikinn sinn gegn Tottenham. Er þetta gert vegna úrslitaleiks Evrópudeildarinnar.
Tottenham er í góðri stöðu í undanúrslitum með 3-1 forskot gegn Bodo/Glimt, líklega mætir liðið Manchester United í úrslitum.
Úrslitaleikurinn fer fram 21 maí en United á leik þann 16 maí gegn Chelsea, Tottenham átti að mæta Aston Villa á sunnudeginum 18 maí.
Nú hefur enska deildin ákveðið að færa leik Tottenham til föstudagsins til að koma til móts við liðið ef bæði lið komast í úrslit.
United vann útileik gegn Athletic Bilbao 3-0 og er í góðri stöðu fyrir seinni leikinn á Old Trafford.