Rio Ferdinand fyrrum varnarmaður Manchester United segir að Casemiro hafi svo sannarlega svarað þeim sem hafa gagnrýnt hann hvað mest.
Casemiro virtist ekki í neinum plönum Ruben Amorim þegar hann tók við þjálfun United. Hann hefur hins vegar farið á flug undanfarið.
Casemiro hefur verið í góðu formi undanfarnar vikur og var frábær gegn Athletic Bilbao í 0-3 sigri í gær.
„Casemiro gerði ekki nein mistök, hann hefur verið magnaður í þessum leik. Hann hefur verið svo agaður,“ sagði Ferdinand.
„Fólk hefur verið að ræða um að losa sig við hann sem fyrst, að hann hafi ekki neinar lappir í þetta.“
„Hann hefur svo sannarlega stigið upp þegar liðið hefur þurft á honum að halda. Hann er að stýra liðinu innan vallar á mikilvægasta tímapunkti tímabilsins.“