fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
433Sport

Þjóðþekktir Íslendingar fóru mikinn í gær – „Þetta hefði aldrei verið hægt án ykkar!“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 28. apríl 2025 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fór sennilega ekki framhjá mörgum að Liverpool tryggði sér Englandsmeistaratitilinn í gær, þó enn sé fjórum umferðum ólokið í deildinni. Liverpool, sem hefur verið afar sannfærandi í deildinni í vetur, tryggði titilinn með 5-1 sigri á Tottenham í gær og var partí á Anfield.

Það halda ansi margir Íslendingar með liðinu og mátti sjá að gleði ríkti meðal þeirra á samfélagsmiðlum í gær. Sóli Hólm er gjarnan kallaður formaður Liverpool-samfélagsins á Íslandi og hann lét sitt ekki eftir liggja í umræðunni. Skellti hann þennan hjartnæma pistil í gær:

Útvarpsmaðurinn Heiðar Austmann er grjótharður stuðningsmaður liðsins og fagnaði hann titlinum í góðum hópi á bar í gær. Sýndi hann frá því á X:

Gísli Marteinn Baldursson, Sigmar Vilhjálmsson, Felix Bergsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir halda einnig mikið upp á Liverpool og birtu eftirfarandi færslur á samfélagsmiðla sína í gær.

Það tóku svo auðvitað mun fleiri þátt í gleðinni í gær og vert að óska stuðningsmönnum Liverpool hér á landi til hamingju með Englandsmeistaratitilinn, sem var sá tuttugasti í sögu félagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Liverpool ætlar að mæta með stóru seðlana í sumarið – Tvær stöður í forgangi

Liverpool ætlar að mæta með stóru seðlana í sumarið – Tvær stöður í forgangi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Saliba efstur á óskalista Real Madrid í sumar – Skoða líka tvo miðjumenn sem spila á Englandi

Saliba efstur á óskalista Real Madrid í sumar – Skoða líka tvo miðjumenn sem spila á Englandi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Efstur á óskalista í Madríd í sumar

Efstur á óskalista í Madríd í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sex ensk stórlið hafa áhuga á sama framherjanum – Getur komið frítt í sumar

Sex ensk stórlið hafa áhuga á sama framherjanum – Getur komið frítt í sumar