fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
433Sport

Allir leikmenn klárir í gífurlega mikilvægan leik á morgun

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 7. apríl 2025 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland mætir Sviss á morgun í mikilvægum leik í A-deild Þjóðadeildarinnar. Stelpurnar okkar ætla sér eðlilega sigur í leiknum.

Ísland er í þriðja og næstneðsta sæti riðilsins með 2 stig en Sviss stigi minna á botninum. Noregur er svo með 4 stig og Frakkar á toppnum með 9 stig. Annað sætið veitir áframhaldandi þátttöku í A-deild en það þriðja umspil um að halda sér. Liðið sem endar í neðsta sæti fellur.

„Leikurinn á morgun er gríðarlega mikilvægur upp á að ná markmiðum okkar, sem er að vera í tveimur efstu sætunum í riðlinum. Það hefur ekkert breyst. Við þurfum að fá góð úrslit á morgun. Við förum í þennan leik til að vinna og gerum allt sem við getum til þess,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslands, á blaðamannafundi í dag.

Hann segir þá alla leikmenn klára í leikinn á morgun, sem fram fer á heimavelli Þróttar í Laugardalnum. „Það eru allar heilar fyrir morgundaginn. Það eru engin eftirköst eftir Noregsleikinn og allar klárar.“

Fyrri leik liðanna í Sviss lauk með markalausu jafntefli.

Miðasala á leikinn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Bendir á reglurna sem kemur í veg fyrir fléttuna sem sett var fram

Bendir á reglurna sem kemur í veg fyrir fléttuna sem sett var fram
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þetta verða árslaun Trent hjá Real Madrid – Ofan á þetta bætist svo slatti

Þetta verða árslaun Trent hjá Real Madrid – Ofan á þetta bætist svo slatti
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Blikar staðfesta komu Þorleifs úr atvinnumennsku

Blikar staðfesta komu Þorleifs úr atvinnumennsku
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Landsliðið tapaði gegn Svíþjóð

Landsliðið tapaði gegn Svíþjóð
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vonar að Rashford nái einum eða tveimur leikjum til viðbótar

Vonar að Rashford nái einum eða tveimur leikjum til viðbótar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Saka á sér draum

Saka á sér draum
433Sport
Í gær

Besta deildin: Viktor með tvö í góðum sigri

Besta deildin: Viktor með tvö í góðum sigri
433Sport
Í gær

Á skilið að fá skrefið til Arsenal í sumar

Á skilið að fá skrefið til Arsenal í sumar