fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
433Sport

Egill hætti snarlega við er hann sá verðið – „Mér líður hvort eð er ekki sérlega vel í manngrúa“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 6. apríl 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Egill Helgason hætti snarlega við þær vangaveltur um að kíkja á knattspyrnuleik í London, þar sem hann er nú staddur, eftir að hann sá hvað kostaði inn.

Egill er stuðningsmaður Liverpool og tók eftir að liðið heimsækir Fulham í dag í ensku höfuðborginni. Hann fór að skoða miða en sá þá að þeir kostuðu um 250-260 pund (42-44 þúsund íslenskar) stykkið.

„Þetta er verðið. Færi varla einn, myndi taka Sigurveigu með þótt hún hafi engan áhuga á fótbolta. Jæja, mér líður hvort eð er ekki sérlega vel í manngrúa,“ skrifaði Egill á Facebook- síðu sína fyrir helgi.

Í athugasemdakerfinu má sjá að fólk furðar sig á verðinu á leiki í ensku úrvalsdeildinni. Þar stingur sagnfræðingurinn og knattspyrnuáhugamaðurinn Stefán Pálsson þó einnig niður penna og bendir Agli á að kíkja á leik í deildunum fyrir neðan á Englandi, þar sé ódýrara og meiri stemning.

Þess má geta að Liverpool er langefst í ensku úrvalsdeildinni og svo gott sem búið að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Óskar Smári hættur – Segir metnað sinn og félagsins ekki haldast í hendur

Óskar Smári hættur – Segir metnað sinn og félagsins ekki haldast í hendur
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sádarnir kynna ótrúlega hugmynd – Völlur sem yrði byggður ofan á skýjakljúf

Sádarnir kynna ótrúlega hugmynd – Völlur sem yrði byggður ofan á skýjakljúf
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Lið á Englandi skoða stöðu Vinícius Junior eftir hegðun hans um helgina

Lið á Englandi skoða stöðu Vinícius Junior eftir hegðun hans um helgina
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Josep Martinez grunaður um að hafa valdið banaslysi

Josep Martinez grunaður um að hafa valdið banaslysi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Búist við að stóri dómurinn yfir City falli í næsta landsleikjafríi

Búist við að stóri dómurinn yfir City falli í næsta landsleikjafríi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Líklegt að De Bruyne verði frá í nokkra mánuði

Líklegt að De Bruyne verði frá í nokkra mánuði
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta í fari Salah og Van Dijk er áhyggjuefni fyrir Liverpool að mati Wayne Rooney

Þetta í fari Salah og Van Dijk er áhyggjuefni fyrir Liverpool að mati Wayne Rooney