fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
433Sport

Egill hætti snarlega við er hann sá verðið – „Mér líður hvort eð er ekki sérlega vel í manngrúa“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 6. apríl 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Egill Helgason hætti snarlega við þær vangaveltur um að kíkja á knattspyrnuleik í London, þar sem hann er nú staddur, eftir að hann sá hvað kostaði inn.

Egill er stuðningsmaður Liverpool og tók eftir að liðið heimsækir Fulham í dag í ensku höfuðborginni. Hann fór að skoða miða en sá þá að þeir kostuðu um 250-260 pund (42-44 þúsund íslenskar) stykkið.

„Þetta er verðið. Færi varla einn, myndi taka Sigurveigu með þótt hún hafi engan áhuga á fótbolta. Jæja, mér líður hvort eð er ekki sérlega vel í manngrúa,“ skrifaði Egill á Facebook- síðu sína fyrir helgi.

Í athugasemdakerfinu má sjá að fólk furðar sig á verðinu á leiki í ensku úrvalsdeildinni. Þar stingur sagnfræðingurinn og knattspyrnuáhugamaðurinn Stefán Pálsson þó einnig niður penna og bendir Agli á að kíkja á leik í deildunum fyrir neðan á Englandi, þar sé ódýrara og meiri stemning.

Þess má geta að Liverpool er langefst í ensku úrvalsdeildinni og svo gott sem búið að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Staðfest að Kobbie Mainoo hefur óskað eftir því að fara frá United fyrir mánudag

Staðfest að Kobbie Mainoo hefur óskað eftir því að fara frá United fyrir mánudag
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hegðun Bruno Fernandes eftir vonbrigði gærkvöldsins vekur mikla athygli – Sjáðu myndbandið

Hegðun Bruno Fernandes eftir vonbrigði gærkvöldsins vekur mikla athygli – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Er það heimska hjá Amorim að breyta ekki um kerfi? – Svona gæti United litið út í 4-3-3

Er það heimska hjá Amorim að breyta ekki um kerfi? – Svona gæti United litið út í 4-3-3
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fyrrum framherji Liverpool með spádóm um hvernig stóra Isak málið endar

Fyrrum framherji Liverpool með spádóm um hvernig stóra Isak málið endar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

West Ham rífur upp stóra heftið fyrir Fernandes

West Ham rífur upp stóra heftið fyrir Fernandes