fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
433Sport

Stefán vekur athygli í viðtali erlendis: Risastór fjölskylda sem hefur afrekað mikið – ,,Ég er heppinn“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 30. mars 2025 12:30

Stefán Teitur Þórðarson Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Teitur Þórðarson, leikmaður Preston og íslenska landsliðsins, var í viðtali hjá enskum miðlum fyrir leik liðsins gegn Aston Villa í enska bikarnum.

Stefán er einn af fáum Íslendingum sem spila á Englandi en er alinn upp af mikill fótboltafjölskyldu eins og margir vita.

Alls eru tíu manns í sögunni í sömu fjölskyldu og Stefán sem hafa spilað fyrir íslenska landsliðið sem er enginn smá árangur.

Faðir Stefáns er fyrrum markvörðurinn Þórður Þórðarson sem lék með liðum eins og ÍA, Norrkoping og Val en hann á einnig að baki einn landsleik fyrir Ísland.

Stefán, Ólafur og Teitur Þórðarsynir eru einnig á meðal þeirra sem deila fjölskyldublóðinu en þeir eiga allir að baki landsleiki fyrir Ísland.

,,Um leið og þú fæðist í minni fjölskyldu þá færðu bolta í lappirnar! Það er eins og allir í fjölskyldunni hafi spilað fyrir Ísland,“ sagði Stefán.

,,Ég er heppinn að eiga fjölskyldu sem veit hvað ég er að ganga í gegnum sem fótboltamaður og þau hafa hjálpað mér mikið.“

,,Pabbi spilar lykilhlutverk en hann var markvörður heima fyrir en lék líka fyrir Norrkoping í Svíþjóð í tvö ár.“

,,Ég get svo nefnt frænda minn Stefán – ég er skírður í höfuðið á honum. Hann var á mála hjá Stoke á milli 2000 til 2002.“

,,Millinafn mitt er Teitur sem ég fæ frá frænda mínum sem spilaði með Lens og Cannes í Frakklandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands: Lélegur endir á ömurlegu Evrópumóti

Einkunnir leikmanna Íslands: Lélegur endir á ömurlegu Evrópumóti
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Kudus keyptur til Tottenham

Kudus keyptur til Tottenham
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Norðmenn hvíla vel gegn Íslandi – Fimm fá fyrsta sénsinn

Norðmenn hvíla vel gegn Íslandi – Fimm fá fyrsta sénsinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Byrjunarlið Íslands í lokaleiknum: Steini gerir þrjár breytingar – Katla fær tækifærið í byrjunarliðinu

Byrjunarlið Íslands í lokaleiknum: Steini gerir þrjár breytingar – Katla fær tækifærið í byrjunarliðinu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Liverpool gæti farið í baráttu við Arsenal um landsliðsmann Brasilíu

Liverpool gæti farið í baráttu við Arsenal um landsliðsmann Brasilíu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Uppákoma á æfingasvæði Íslands – „Gott að við séum ekki að fara að hitta þá aftur“

Uppákoma á æfingasvæði Íslands – „Gott að við séum ekki að fara að hitta þá aftur“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arsenal kaupir danska miðjumanninn

Arsenal kaupir danska miðjumanninn