Leicester 0 – 3 Manchester United
0-1 Rasmus Hojlund(’28)
0-2 Alejandro Garnacho(’67)
0-3 Bruno Fernandes(’90)
Manchester United vann sannfærandi sigur í lokaleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni en liðið mætti Leicester.
Leicester hefur lítið sem ekkert getað á þessu tímabili og stefnir allt í að liðið sé á leið niður um deild á nýjan leik.
Rasmus Hojlund kom United yfir í fyrri hálfleik en þeir Alejandro Garnacho og Bruno Fernandes bættu síðar við mörkum.
United lyftir sér upp í 13. sæti deildarinnar með þessum sigri og er tíu stigum frá Evrópusæti.