fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
433Sport

Arnar ræðir samtal sem hann átti við Gylfa Þór fyrir nokkru – „Gylfi er bara þannig gerður“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 12. mars 2025 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson valdi Gylfa Þór Sigurðsson ekki í fyrsta hóp sinn sem landsliðsþjálfari. Ástæðan er sú að hann spilar á Íslandi þar sem nú er undirbúningstímabil.

Gylfi Þór, sem af flestum er talinn besti landsliðsmaður sögunnar, gekk í raðir fyrrum liðs Arnars í Víkingi frá Val á dögunum.

„Á tímapunkti kom það til greina en svo ferðu að meta kosti og galla. Því miður er þetta blessaða undirbúningstímabil á Íslandi ekki kjörið til að spila svo landsleiki. Hann er örugglega ekki sammála mér í því en í þessu tilfelli taldi ég að það væri betra að gefa honum tækifæri til að koma sér í enn betra stand og vera svo klár ef kallið kemur í júní,“ sagði Arnar við 433.is í dag.

video
play-sharp-fill

Arnar segir að Gylfi sé án efa svekktur með að vera ekki í hópnum.

„Ég átti samtal við hann fyrir mánuði eða 6 vikum síðan. Hann gerði sér klárlega vonir um að vera í þessum hópi. Gylfi er bara þannig gerður að ef kallið kæmi frá Barcelona yrði hann tilbúinn. Hann er fullur sjálfstrausts og hefur það mikla trú á sínum hæfileikum og réttlætanlega svo. En það er alltaf þjálfarinn sem ræður og því miður er ekki pláss fyrir hann í þessum hóp.“

Ítarlegt viðtal við Arnar er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Í gær

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð
433Sport
Í gær

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl
Hide picture