fbpx
Mánudagur 13.október 2025
433Sport

Þetta er hið „viðbjóðslega“ atvik í Garðabænum sem fólk er brjálað yfir – „Vandræðalegt og aumkunarvert“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 10. mars 2025 07:00

Samúel Kári/Skjáskot: Stöð 2 Sport

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glórulaus tækling Samúels Kára Friðjónssonar í leik Stjörnunnar gegn KR í Lengjubikar karla í gær hefur vakið mikið umtal og nokkra reiði í knattspyrnusamfélaginu hér heima.

Það var lítið um að vera í leiknum, sem KR vann 1-3, þegar Gabríel Hrannar Eyjólfsson í liði KR tók við boltanum úti við hliðarlínu en þá mætti Samúel Kári og þrumaði hann niður. Dómari leiksins, Elías Ingi Árnason, reif strax upp rauða spjaldið.

Þekkt andlit í íslenska fótboltanum hafa tjáð sig um tæklinguna ljótu.

„Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum í Stjarnan vs KR,“ skrifaði Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, til að mynda.

„Svakaleg,“ skrifaði Samúel Samúelsson, formaður knattspyrnudeildar Vestra, undir færsu Sævars.

Fótboltaskrípentinn Orri Rafn Sigurðarson var þá á meðal þeirra sem lögðu orð í belg og undir hans færslu skrifaði Gary Martin, sem hefur spilað fyrir fjölda liða hér á landi, þar með talið KR.

„Hvaða þvælu tækling er þetta? Þetta er nokkra leikja bann og sekt hreinlega. Ógeðslegt að sjá þetta. Pre season leikur í þokkabót og ekkert í gangi. Sá missir hausinn,“ skrifaði Orri.

„Vandræðalegt og aumkunarvert,“ skrifaði Gary.

Mun fleiri hafa tjáð sig um málið eins og gefur að skilja. Er því til að mynda velt upp hvort Samúel Kári fái langt bann fyrir brot sitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Sjáðu markið – Guðlaugur Victor kom Íslandi yfir gegn Frakklandi

Sjáðu markið – Guðlaugur Victor kom Íslandi yfir gegn Frakklandi
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Lykilmaður Liverpool fór meiddur út af í landsleik

Lykilmaður Liverpool fór meiddur út af í landsleik
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Hjólar í föður Bellingham bræðranna – „Það er algjör brandari“

Hjólar í föður Bellingham bræðranna – „Það er algjör brandari“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Wilshere á að snúa gengi Luton við

Wilshere á að snúa gengi Luton við
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Haaland yfirgefur hópinn

Haaland yfirgefur hópinn
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Óhugnanleg uppákoma – Allir heilir eftir að vél nauðlenti

Óhugnanleg uppákoma – Allir heilir eftir að vél nauðlenti