fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Evrópa: United gerði jafntefli og Tottenham tapaði – Sverrir lagði Albert í Íslendingaslag

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 6. mars 2025 19:45

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United er í fínni stöðu í Evrópudeildinni eftir leik við Real Sociedad sem fór fram í kvöld.

Orri Steinn Óskarsson er leikmaður Sociedad en hann kom inná sem varamaður í leik sem lauk með 1-1 jafntefli á Spáni.

Joshua Zirkzee hafði komið United yfir í viðureigninni en Mikel Oyarzabal jafnaði metin fyrir Sociedad úr vítaspyrnu og lokatölur 1-1.

Einnig í Evrópudeildinni þá tapaði Tottenham sinni viðureign gegn AZ Alkmaar í Hollandi 1-0 en er í ágætri stöðu fyrir seinni leikinn.

Lyon vann þá FCSB frá Rúmeníu örugglega 3-1 og Rangers vann Fenerbahce 3-1 á útivell í frábærum sigri.

Í Sambandsdeildinni þá er Chelsea 2-1 yfir gegn FC Kaupmannahöfn en þeir ensku unnu 2-1 sigur í Danmörku.

Víkingsbanarnir í Panathinaikos unnu Albert Guðmundsson og félaga í Fiorentina 3-2 en leikið var í Grikklandi.

Albert kom inná sem varamaður hjá Fiorentina en Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn fyrir þá grísku.

Molde lagði þá Legia frá Póllandi 3-2 og Real Betis gerði 2-2 jafntefli við Vitoria Guimaraes frá Portúgal á heimavelli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona