fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
433Sport

Eftir söluna á Gylfa eru Valsarar sagðir til í að greiða sand af seðlum fyrir Kjartan

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 25. febrúar 2025 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur hefur lagt fram risastórt tilboð í Kjartan Kára Halldórsson, leikmann FH samkvæmt sparkspekingnum Kristjáni Óla Sigurðssyni.

Hinn 21 árs gamli Kjartan Kári er lykilmaður í liði FH og lék alla 27 leiki liðsins í Bestu deildinni í fyrra. Skoraði hann þar átta mörk og lagði upp sex.

Kantmaðurinn knái hefur þó verið orðaður við brottför úr Kaplakrika, meðal annars við Víking. Nú er Valur hins vegar á eftir honum samkvæmt nýjustu fréttum.

Valsarar fengu vel af aur í kassann er félagið seldi Gylfa Þór Sigurðsson til Víkings á dögunum og hafa nú boðið yfir 20 milljónir króna í Kjartan, samkvæmt Kristjáni.

Valur hafnaði í þriðja sæti Bestu deildarinnar í fyrra, þó vel á eftir toppliðum Breiðabliks og Víkings. Þá hefur Hlíðarendaliðið náð góðum úrslitum í Lengjubikarnum það sem af er undirbúningstímabili.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Pálmi í sjokki eftir fréttirnar úr Reykjavík í gær: Katrín blandar sér í málið – „Dýraníð já, íþróttastarf fyrir börn nei“

Pálmi í sjokki eftir fréttirnar úr Reykjavík í gær: Katrín blandar sér í málið – „Dýraníð já, íþróttastarf fyrir börn nei“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

FIFA telur tíma komin á það að fótboltinn komi heim til Englands – HM 2038 gæti farið fram þar

FIFA telur tíma komin á það að fótboltinn komi heim til Englands – HM 2038 gæti farið fram þar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sean Dyche öruggur á því að hann myndi gera betur en Amorim – Einfaldur fótbolti

Sean Dyche öruggur á því að hann myndi gera betur en Amorim – Einfaldur fótbolti
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Eru til í að bjarga honum frá Liverpool

Eru til í að bjarga honum frá Liverpool
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vilja fá hann fyrir HM vegna meiðslavandræða

Vilja fá hann fyrir HM vegna meiðslavandræða
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum
Glódís er leikfær
433Sport
Í gær

Losar United sig strax við hann? – Áhugi á að fá hann aftur til Ítalíu

Losar United sig strax við hann? – Áhugi á að fá hann aftur til Ítalíu
433Sport
Í gær

Sjáðu þegar Messi brjálaðist í gær

Sjáðu þegar Messi brjálaðist í gær