fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Þorvaldur skilar hagnaði á fyrsta ári í starfi hjá KSÍ – Svona var ársreikningurinn

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 14. febrúar 2025 14:13

Mynd/KSÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KSÍ hefur nú birt ársreikning fyrir árið 2024 og fjárhagsáætlun fyrir árið 2025.

Rekstrarniðurstaða Knattspyrnusambands Íslands á árinu 2024 eftir greiðslur til aðildarfélaga er hagnaður sem nemur 14.944.353 kr. Ef sú niðurstaða er sett í samhengi við síðustu ár, þá má sjá tengsl milli afkomu KSÍ og greiðslna frá UEFA vegna Þjóðadeildar karla, en þær greiðslur koma á sléttum árum. UEFA og FIFA gera upp í fjögurra ára lotum og tekur UEFA skýrt fram að réttara sé að skoða rekstur samtakanna yfir þau ár, en ekki hvert og eitt ár fyrir sig. Í því samhengi má nefna að þegar horft er til lengri tíma má sjá að samtals er hagnaður Knattspyrnusambands Íslands 20.624.040 kr. árin 2021-2024.

Áætlun 2025

Lögð er fram rekstraráætlun sem gerir ráð fyrir rúmlega 37 m.kr. hagnaði árið 2025. Litið var til rekstrar sambandsins til loka ársins 2028 og horft til þeirra sveiflna sem einkenna rekstrarumhverfið, einkum greiðslna frá UEFA vegna Þjóðadeildar karla svo og styrkjahringja UEFA HatTrick og FIFA Forward. Kröfur UEFA og FIFA verða sífellt harðari í styrkveitingum og þarf KSÍ að vera á tánum með nýjungar og framtíðarsýn í verkefnum.

Varðandi Laugardalsvöll þá er farinn af stað fyrsti fasi í mjög svo þörfum endurbótum á vellinum, hvort sem er á yfirborði vallarins eða fyrir aðstöðu leikmanna, dómara og annarra starfsmanna. Ríki og borg komu þar með styrki til að þessi fyrsti fasi verði að veruleika og verkáætlanir gera ráð fyrir að fyrsti leikur verði leikinn í byrjun júní á þessu ári.

Í framhaldinu eru stjórn og stjórnendur sambandsins að vinna að frekari hugmyndum um endurbætur vallarins sem lúta að búningsklefum og annarri aðstöðu starfsmanna leikja. Vonir stjórnar og stjórnenda sambandsins standa til að áframhald verði á því góða samstarfi og samvinnu sem hefur verið um þennan fyrsta fasa með ríki og borg og á vettvangi Þjóðarleikvangs ehf. Með endurbættum Laugardalsvelli er loksins kominn völlur sem getur sinnt þeim leikjum landsliða og félagsliða sem eru leiknir fljótt á vorin og vel fram á haustið.

Smelltu hér til að lesa ársreikninginn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Í gær

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Í gær

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu