fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Birkir segir engin leiðindi liggja á bak við ákvörðun Víkings að draga sig úr keppni – „Yfirvegað mat þeirra á þeim verkefnum sem þeir eru í“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 12. febrúar 2025 14:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óvænt ákvörðun Víkings að hætta leik í Lengjubikar karla er ekki gerð í neinum leiðindum, félagið telur sig ekki geta spilað þá leiki sem eru á dagskrá.

Víkingur er á leið í verkefni gegn Panathinaikos í Sambandsdeildinni og leikur þar tvo leiki á næstunni.

Liðið átti að mæta ÍR um helgina í Lengjubikarnum en nú hefur liðið ákveðið að hætta við þátttöku í Lengjubikarnum.

Meira:
Víkingur hættir keppni í Lengjubikarnum – Snubbótt yfirlýsing frá KSÍ

„Ég veit ekki hvernig aðdragandinn er, þeir eru í öðrum verkefnum. Þeir hafa verið að skoða hvernig hægt er að koma þessu fyrir, þeir eru erlendis á milli leikjanna,“ segir Birkir Sveinsson mótastjóri KSÍ við 433.is en Víkingar verða erlendis fram undi lok næstu viku.

Ofan á þetta verkefni bætist svo við æfingaferð félagsins. „Þeir eru að fara í æfingaferð í framhaldinu, þetta er leiðinlegt að það hafi ekki verið hægt að hafa það þannig að þeir gætu klárað mótið. Svona er þetta.“

Spurður að því hvort einhver leiðindi hafi komið upp í tengslum við þetta mál. „Nei, nei, þetta er ekki í neinum leiðindum, yfirvegað mat þeirra á þeim verkefnum sem þeir eru í núna.“

Á ýmsu hefur gengið undanfarið milli KSÍ og Víkings en sambandið sektaði félagið í þrígang fyrir að nota ólöglega leikmenn í Reykjavíkurmótinu. Þriðja sektin var hærri en hinar tveir sem vakti furðu Víkinga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ten Hag efstur á blaði fyrir stóra starfið sem er að losna

Ten Hag efstur á blaði fyrir stóra starfið sem er að losna
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hótelverð hækkaði um 900 prósent á einni nóttu og barir ætla að hækka verðið hressilega

Hótelverð hækkaði um 900 prósent á einni nóttu og barir ætla að hækka verðið hressilega
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segir frá spurningum sem hann fékk frá Bonnie Blue – „Ég væri í fangaklefa ef ég myndi tala svona“

Segir frá spurningum sem hann fékk frá Bonnie Blue – „Ég væri í fangaklefa ef ég myndi tala svona“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sturlun í Sunderland í gærkvöldi – Sjáðu hvað gerðist

Sturlun í Sunderland í gærkvöldi – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Breytingar á leikjum í Bestu deildinni

Breytingar á leikjum í Bestu deildinni