fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
433Sport

Þorsteinn aftur í Kópavoginn – Nú keyptur frá Val

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 6. febrúar 2025 12:00

Mynd: HK

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Aron Antonsson er genginn í raðir HK frá Val á nýjan leik, en nú skrifar hann undir þriggja ára samning við félagið.

Þessi 21 árs gamli miðvörður lék með HK á láni frá Val á síðustu leiktíð, en Kópavogsfélagið féll þá úr Bestu deildinni. Þorsteinn tekur slaginn með liðinu í Lengjudeildinni.

Þorsteinn er uppalinn á Selfossi en hefur einnig leikið með Val, Stjörnunni og verið í akademíu hjá Fulham á ferlinum.

Tilkynning HK
HK og Valur hafa komist að samkomulagi um félagaskipti Þorsteins Arons Antonssonar og gerir hann samning við HK út leiktíðina 2027. Þorsteinn er öllum hnútum kunnugur í Kórnum en hann lék með liðinu seinasta sumar við góðan orðstír. Í 25 leikjum skoraði hann þrjú mörk og voru öll þeirra sigurmörk gegn Fram.

Þorsteinn er 21 árs miðvörður (2004) sem er uppalinn hjá Selfossi en hefur einnig leikið með Val, Stjörnunni og verið í akademíu hjá Fulham. Hann á að baki 18 leiki fyrir yngri landslið Íslands og var m.a. hluti af U21 árs landsliðinu í nóvember sl.

Það er mikil ánægja með að Þorsteinn sé orðinn HK-ingur og hlökkum við mikið til að sjá hann blómstra í rauðu og hvítu treyjunni!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eze fer til Tottenham
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ofurtölvan spáir United 12. sæti og Liverpool titlinum

Ofurtölvan spáir United 12. sæti og Liverpool titlinum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

England: Sunderland byrjar gríðarlega vel – Dramatík á Amex vellinum

England: Sunderland byrjar gríðarlega vel – Dramatík á Amex vellinum
433Sport
Í gær

Allir í stúkunni stóðu saman og heiðruðu minningu Jota

Allir í stúkunni stóðu saman og heiðruðu minningu Jota
433Sport
Í gær

Stefnir allt í að Baleba fari ekki til United

Stefnir allt í að Baleba fari ekki til United
433Sport
Í gær

Alls ekki ánægður með eigin yfirmenn: ,,Bjóst ég við þessu? Auðvitað ekki“

Alls ekki ánægður með eigin yfirmenn: ,,Bjóst ég við þessu? Auðvitað ekki“
433Sport
Í gær

Liverpool byrjaði á sigri í sex marka leik

Liverpool byrjaði á sigri í sex marka leik