fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
433Sport

Newcastle bókaði farmiðann á Wembley með því að ganga frá Arsenal

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 5. febrúar 2025 21:55

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal er úr leik í enska deildarbikarnum eftir 2-0 tap á útivelli gegn Newcastle í kvöld, fyrri leik liðanna lauk með sömu niðurstöðu. Newcastle bókaði sér því farmiða á Wembley í úrslitaleikinn með 4-0 samanlögðum sigri.

Newcastle hafði yfirhöndina stærstan hluta leiksins og það var Jacob Murphy sem kom Newcastle yfir í fyrri hálfleiknum.

Markið var algjört rothögg fyrir Arsenal eftir fyrri leik liðanna og forskot Newcastle orðið ansi vænlegt.

Það var svo Anthony Gordon sem rak síðasta naglann í kistu Arsenal með öðru marki leiksins og 4-0 sigur Newcastle samanlagt var staðreynd.

Það kemur í ljós á morgun hvort það verði Liverpool eða Tottenham sem verða andstæðingar Newcastle í úrslitum enska deildarbikarsins.

Newcastle fór í úrslitaleikinn í þessari keppni fyrir tveimur árum en varð þá að sætta sig við tap gegn Manchester United.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fullyrt að Heimir taki við Fylki á morgun – Kjartan Henry líka á förum?

Fullyrt að Heimir taki við Fylki á morgun – Kjartan Henry líka á förum?
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þorsteinn átti frumkvæðið að því að skipta um menn í teyminu – „Þetta eru vinir mínir og það var ekki auðvelt að ræða þessa hluti“

Þorsteinn átti frumkvæðið að því að skipta um menn í teyminu – „Þetta eru vinir mínir og það var ekki auðvelt að ræða þessa hluti“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Coote játar að sök – Brot hans sett í alvarlegasta flokkinn

Coote játar að sök – Brot hans sett í alvarlegasta flokkinn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Myndband: Frakkar telja sig hafa verið hlunnfarna á Íslandi – „Andrúmsloftið hafði áhrif á dómarann“

Myndband: Frakkar telja sig hafa verið hlunnfarna á Íslandi – „Andrúmsloftið hafði áhrif á dómarann“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hákon Arnar eftir frábær úrslit – „Við vorum aðeins hræddir, við ætluðum að vernda 1-0“

Hákon Arnar eftir frábær úrslit – „Við vorum aðeins hræddir, við ætluðum að vernda 1-0“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Daníel Leó eftir frábæra frammistöðu gegn Frökkum – „Verðum betri og betri með hverjum leiknum“

Daníel Leó eftir frábæra frammistöðu gegn Frökkum – „Verðum betri og betri með hverjum leiknum“