fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Tuchel skoðar það að taka ungstirni Arsenal inn í hópinn

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 4. febrúar 2025 21:30

Thomas Tuchel / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thomas Tuchel, nýr landsliðsþjálfari Englands, skoðar það að fara að taka Myles Lewis-Skelly inn í leikmannahóp sinn samkvæmt The Times.

Lewis-Skelly, sem er aðeins 18 ára gamall, hefur heldur betur sprungið út í vinstri bakverðinum hjá Arsenal á leiktíðinni. Skoraði hann til að mynda um helgina í 5-1 sigri liðsins á Manchester City.

Getty Images

Hefur vinstri bakvarðastaðan einmitt verið til vandræða í enska landsliðinu undanfarið og eðlilega horfa Tuchel og hans teymi hjá enska landsliðinu á Lewis-Skelly.

Tuchel er þó sagður hikandi með að taka kappann inn vegna aldurs hans og skort á reynslu. Hann hefur ekki enn spilað fyrir U-21 árs landsliðið. Þó kemur fram að verið sé að fylgjast mjög náið með honum.

Það er því ekki útilokað að Lewis-Skelly verði í enska hópnum sem mætir Albaníu og Lettlandi í mars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona