fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
433Sport

Segir að næsta tímabil verði hörmung ef Amorim lagar þetta ekki í hvelli

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 4. febrúar 2025 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Neville fyrrum fyrirliði Manchester United telur að Ruben Amorim stjóri félagsins fari að missa traust leikmanna ef gengi liðsins fer ekki að batna.

Gengi United hefur verið hörmulegt undir stjórn Amorim og ljóst að stjórinn er í holu.

Amorim tók við af Erik ten Hag í nóvember. „Ég taldi að hlutirnir yrðu betri hjá Amorim, krafturinn í honum og nýja kerfið. Ég hélt að leikmennirnir myndu kaupa þetta og koma sér í gang,“ sagði Neville.

„Þetta hefur farið í hina áttina, þetta eru miklu verra en þetta var áður og það kemur mér á óvart.“

Neville telur að næsta tímabil gæti orðið ansi erfitt ef Amorim tekst ekki að fara að koma United á eitthvað skrið.

„Það verður meiri sársauki á þessu tímabili og það mun valda skaða.“

„Þeir munu halda Amorim en með hverju tapi þá verður erfiðara að selja mönnum þetta plan. Þessar hugmyndir sem hann ræddi um í byrjun.“

„Leikmennirnir verða að kaupa þetta, ef þú tapar því og færð gagnrýni. Þú getur ekki bara tapað leikjum, leikmennirnir munu á endanum tapa trúnni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þorsteinn: Við erum klárlega sterkari

Þorsteinn: Við erum klárlega sterkari
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gæti endað á Old Trafford eftir fjaðrafok síðustu daga

Gæti endað á Old Trafford eftir fjaðrafok síðustu daga
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Solskjær líklegur til að taka við spennandi starfi

Solskjær líklegur til að taka við spennandi starfi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Breytingar framundan í Meistaradeildinni – Tónlistaratriði og húllumhæ

Breytingar framundan í Meistaradeildinni – Tónlistaratriði og húllumhæ
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gylfi með kenningu um af hverju íslensk félög geta ekki keppt á báðum vígstöðvum – „Mæta í nudd og sund daginn eftir“

Gylfi með kenningu um af hverju íslensk félög geta ekki keppt á báðum vígstöðvum – „Mæta í nudd og sund daginn eftir“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Var um tíma hræddur við að eyða peningum – Óttaðist hvað bræður hans myndu segja

Var um tíma hræddur við að eyða peningum – Óttaðist hvað bræður hans myndu segja