fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Gunnar sagður svikari í Morgunblaðinu – Jón segir Víði þjást af minnimáttarkennd

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 30. janúar 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bakvörður Víðis Sigurðssonar í Morgunblaðinu í morgun hefur vakið nokkra athygli. Þar setur þessi þaulreyndi blaðamaður spurningamerki við þá ákvörðun Gunnars Magnússonar að leikgreina íslenska landsliðið í handbolta fyrir Króatíu, fyrir leik liðanna á HM.

Króatar pökkuðu Strákunum okkar saman fyrir tæpri viku síðan og svo gott sem hentu þeim út af mótinu í leiðinni. Dagur Sigurðsson er þjálfari Króata og sá Gunnar um leikgreiningar, en hann þekkir íslenska liðið vel eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari þess.

„Ég fékk áhuga­vert sím­tal í vik­unni. Gam­all kunn­ingi kvaðst vera ósátt­ur við aðkomu Gunn­ars Magnús­son­ar, fyrr­ver­andi aðstoðarþjálf­ara ís­lenska karla­landsliðsins í hand­bolta, að leik Íslands og Króa­tíu á HM á dög­un­um. Gunn­ar mun hafa leik­greint ís­lenska liðið fyr­ir Dag Sig­urðsson, þjálf­ara króa­tíska liðsins,“ skrifar Víðir meðal annars.

„Dag­ur er þjálf­ari Króata, þetta er hans vinna og ekk­ert eðli­legra en að hann leggi sig all­an fram til sig­urs gegn hvaða mót­herj­um sem er. Gunn­ar er hins veg­ar fyrr­ver­andi aðstoðarþjálf­ari landsliðsins, er starf­andi sem þjálf­ari Aft­ur­eld­ing­ar í dag og hef­ur þjálfað marga af landsliðsmönn­un­um, eins og t.d. Þor­stein Leó Gunn­ars­son. Ég skil ekk­ert í hon­um að svíkja land og þjóð á þenn­an hátt og af­henda mót­herj­um Íslands inn­an­húss­upp­lýs­ing­ar um ís­lenska liðið,“ hefur Víðir eftir kunningja sínum.

Víðir tekur undir þetta sjónarmið kunningja síns.

„Ef­laust er þarna um vin­ar­greiða að ræða og með allri þeirri tækni sem er til staðar varðandi upp­tök­ur og leik­grein­ing­ar í dag ætti ekki að breyta miklu hvaðan Dag­ur fékk upp­lýs­ing­ar um lið Íslands. En þarna má hins veg­ar setja spurn­ingu við siðferðið. Vissu­lega er hand­bolti bara leik­ur. En yrðum við sátt ef fyrr­ver­andi aðstoðarmaður ut­an­rík­is­ráðherra myndi gera út­tekt á varn­ar­mál­um Íslands fyr­ir óvin­veitta þjóð? Ég er ekki viss um það.“

Ljóst er að ekki eru allir á sama máli er snýr að aðkomu Gunnars að leiknum gegn Íslandi. Einn af þeim sem er ósammála Víði er Jón Júlíus Karlsson, fyrrum framkvæmdastjóri Grindavíkur.

„Þegar minnimáttarkennd tekur völdin,“ skrifaði hann einfaldlega um pistil Víðis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Lýsir afar erfiðum mínútum Glódísar – „Heyrði ekki neitt og sá bara hversu illa henni leið, það var mjög erfitt“

Lýsir afar erfiðum mínútum Glódísar – „Heyrði ekki neitt og sá bara hversu illa henni leið, það var mjög erfitt“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Allir á einu máli um Höllu forseta

Allir á einu máli um Höllu forseta
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Borga mögulega 50 milljónir fyrir leikmann sem Arsenal vildi ekki sjá

Borga mögulega 50 milljónir fyrir leikmann sem Arsenal vildi ekki sjá
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Iwobi orðaður við stórlið

Iwobi orðaður við stórlið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“