fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
433Sport

Stuðningsmenn Manchester United öskureiðir vegna ummæla Slot eftir leik – „Er að verða sér til skammar“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 6. janúar 2025 09:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einhverjir stuðingsmenn Manchester United reiddust mjög vegna ummæla Arne Slot, stjóra Liverpool, eftir leik liðanna í gær.

Liðin gerðu 2-2 jafntefli í æsispennandi leik. Bæði lið hefðu getað stolið sigrinum í lokin og fékk Harry Maguire til að mynda algjört dauðafæri til að klára leikinn fyrir United.

„Þeir fengu dauðafæri undir lokin svo við erum smá fegnir. En það er samt ekki saga leiksins að mínu mati. Við fengum 2-3 dauðafæri á fyrstu 20-25 mínútunum,“ sagði Slot eftir leik og hélt áfram.

„Leikurinn fór að mestu fram á þeirra vallarhelmingi. Þið sáuð á síðasta korterinu hvernig þeir geta spilað því fyrstu 75 mínúturnar voru þetta bara langir boltar frá Onana.“

Þessu voru margir stuðningsmenn United alls ekki sammála. Nokkur af ummælum þeirra á netinu eru tekin saman í enskum miðlum.

„Var Arne Slot á öðrum leik? Þvílíkt kjaftæði,“ segir einn þar meðal annars. „Slot er hér að verða sér til skammar,“ segir annar.

Sitt sýnist hverjum en fjöldinn allur skrifaði ummæli í þessum dúr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gómaður sex sinnum á tveimur mánuðum fyrir of hraðan akstur – Fékk væna sekt og missir prófið

Gómaður sex sinnum á tveimur mánuðum fyrir of hraðan akstur – Fékk væna sekt og missir prófið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Brynjar Björn opnar sig um það þegar Grindvíkingar ráku hann úr starfi í fyrra – „Það hefur þurft að skipta um blek í prentaranum“

Brynjar Björn opnar sig um það þegar Grindvíkingar ráku hann úr starfi í fyrra – „Það hefur þurft að skipta um blek í prentaranum“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Skandall í uppsiglingu – Stjarna og þrír aðrir sakaðir um að dreifa barnaklámi

Skandall í uppsiglingu – Stjarna og þrír aðrir sakaðir um að dreifa barnaklámi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Barcelona til í að losa átta leikmenn til að fjármagna kaup á þremur

Barcelona til í að losa átta leikmenn til að fjármagna kaup á þremur
433Sport
Í gær

Vilja fá hann fyrir HM vegna meiðslavandræða

Vilja fá hann fyrir HM vegna meiðslavandræða
433Sport
Í gær

Glódís er leikfær

Glódís er leikfær