Manchester United og Newcastle eru samkvæmt enskum miðlum að skoða það að semja Adrien Rabiot sem er án félags.
Rabiot ákvað að fara frá Juventus í sumar þegar samningur hans var á enda.
Rabiot er 29 ára gamall franskur landsliðsmaður sem hefur verið í stóru hlutverki hjá þjóð sinni í mörg ár.
Rabiot hefur lengi verið orðaður við Manchester United og er enska félagið sagt skoða það að fá hann núna.
Leikmaður sem er án félags getur samið við félög utan félagaskiptagluggans en Newcastle hefði einnig áhuga á að krækja í hann.