Age Hareide landsliðsþjálfari Íslands hefur opinberað byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn Tyrkjum í Þjóðadeildinni. Leikurinn hefst klukkan 18:45.
Þetta er annar leikur beggja liða í keppninni. Ísland vann tveggja marka sigur á Svartfjallalandi á Laugardalsvellinum á föstudag, en Tyrkir gerðu á sama tíma markalaust jafntefli við Wales, sem mætir Svartfjallalandi á mánudag.
Ísland og Tyrkland hafa mæst 13 sinnum áður í A landsliðum karla. Ísland hefur unnið 8 leiki, þrisvar hafa liðin skilið jöfn, og Tyrkir hafa tvívegis borið sigur úr býtum.
Hareide gerir þrjár breytingar á byrjunarliðinu frá föstudeginum, Guðlaugur Victor Pálsson og Kolbeinn Birgir Finnsson koma inn sem bakverðir fyrir Alfons Sampsted og Loga Tómasson.
Andri Lucas Guðjohnsen byrjar svo fremstur fyrir Orra Stein Óskarsson.
Byrjunarlið Íslands:
Hákon Rafn Valdimarsson
Guðlaugur Victor Pálsson
Hjörtur Hermannsson
Daníel Leó Grétarsson
Kolbeinn Birgir Finnsson
MIkael Neville Anderson
Stefán Teitur Þórðarson
Jóhann Berg Guðmundsson
Jón Dagur Þorsteinsson
Gylfi Þór Sigurðsson
Andri Lucas Guðjohnsen